.

.

NÝR LEIKSKÓLI VIÐ HLIÐINA Á ASPARSKÓGUM

Bæjarráð samþykkti á fundi í júní á síðasta ári tillögu starfshóps um að hefja undirbúning að byggingu nýs leikskóla á mótum Álfalundar og Asparskóga í Skógahverfi á Akranesi. Starfshópurinn er nú að ljúka starfi sínu og er gert ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu hins nýja leikskóla hefjist innan tveggja mánaða, að sögn Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra.

Unnið er að hönnun leikskólans og segir bæjarstjórinn að stefnt sé á að útboðsferli vegna verksins verði lokið fyrir áramót. Áætlanir geri ráð fyrir stuttum framkvæmdatíma og að leikskólinn taki til starfa ekki síðar en næsta haust.

Á heimasíðu Akraneskaupstaðar segir m.a. um hinn nýja leikskóla að með byggingu hans sé markmiðið að mæta eftirspurn eftir leikskólaplássum, auka þjónustustig við börn á leikskólaaldri með því að taka yngri börn inn á leikskóla og mæta væntanlegri íbúafjölgun. Jafnframt sé markmiðið að minnka álagið á eldri leikskólum bæjarins með því að fækka börnum á elstu leikskólunum og bæta þannig starfsaðstæður barna og starfsmanna í eldri byggingum leikskólanna.

AKRANES

Þessi einstaki kaupstaður sem staðsettur er rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið hefur verið í örum vexti undanfarin ár. Mikil uppbygging á sér stað á svæðinu sem er í rúmlega 30 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík og hækkaði fasteignaverð mest á Akranesi á síðasta ári.

Tveir grunnskólar, framhaldsskóli og fjórir leikskólar eru nú þegar á svæðinu. Samhliða byggingu á Asparskógum 18 mun rísa 6-8 deilda leikskóli og því staðsetning íbúðanna á einum allra besta stað Akraness.

Á Akranesi er einn fallegasti golfvöllur landsins sem nýtur mikilla vinsælda bæjarbúa og annarra gesta enda verið hluti af íslensku mótaröðinni undanfarin ár. Íþróttastarf er til mikillar fyrirmyndar og er aðstaða ÍA ein sú flottasta á Íslandi. Íþróttasvæðið er ekki einungis gríðarstórt heldur einnig einstaklega fallegt þar sem það liggur meðfram Langasandi. Á ströndinni er náttúrulaugin Guðlaug á þremur hæðum sem er mikið sótt meðal íslendinga og ferðamanna enda útsýnið yfir hafið stórbrotið.

Umhverfi og fjallasýn staðarins sýnir fegurð Íslands á einstakan hátt eins og sést í myndbandinu hér til hliðar. Útivistarsvæði fjölmörg, skóla og íþróttastarf til fyrirmyndar og því óhætt að segja að íbúðarkaup á Akranesi sé góð fjárfesting til frambúðar.

.

Heimir Bergmann

Löggiltur fasteigna og skipasali. Löggiltur leigumiðlari.

heimir@logheimili.is

Guðrún Antonsdóttir

Löggiltur fasteignasali

gudrun@fastlind.is

Helga Pálsdóttir

Löggiltur fasteignasali

helga@fastlind.is